Skilmálar

Með því að leggja inn pöntun hjá HISS ehf. samþykkir þú eftirfarandi skilmála. Hafir þú spurningar varðandi skilmálana, vinsamlegast sendu þá fyrirspurn á hiss@hiss.is

Fyrirvari
HISS ehf. áskilur sér rétt til verðbreytinga án fyrirvara. Allar upplýsingar og verð eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur, og myndir eru birtar með fyrirvara um myndabrengl. HISS ehf. áskilur sér rétt til þess að hætta við pöntun komi í ljós að varan hafi verið vitlaust verðmerkt eða uppseld. Í þeim tilfellum fær viðskiptavinur endurgreitt eða getur valið sér aðra vöru.

Litbrigði
HISS ehf. ábyrgist ekki að litbrigði mynda séu 100% eins og þau birtast í raunveruleikanum. Þetta gæti stafað af ólíkum eiginleikum tölvuskjáa og eða lýsingu á ljósmyndinni.

Greiðsla
Hægt er að greiða með greiðslukorti, netgíró eða með millifærslu.

Greiðslur fara í gegnum örugga greiðslusíðu Rapyd og fer fram í vottuðu og dulkóðuðu umhverfi Rapyd .

Millifæra þarf innan sólahrings frá kaupum og senda kvittun á hiss@hiss.is
Hafi greiðsla ekki borist innan þess tíma fer vara/vörur aftur í almenna sölu.

Reikningsnúmer:
0545-26-4635
Kt: 700408-1590

Afhending Vöru
Við sendum vörurnar með Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar- og flutningskilmálar Íslandspósts um dreifingu og afhendingu. Verði vara fyrir tjóni frá því að  hún er send frá HISS ehf. og þar til að hún berst viðtakanda er tjónið á ábyrgð flutningsaðila.

Vörur pantaðar í netveslun fyrir hádegi eru afgreiddar samdægurs, annars næsta virka dag.

Einnig er hægt er að sækja greiddar pantanir í verslun okkar að Fosshálsi 1, sé þess óskað.

Skilaréttur
Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í góðu lagi í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með. Skilaréttur tekur ekki til útsöluvöru/lagerhreinsunar.

Skattar og gjöld
Öll verð eru með VSK og reikningar eru gefnir út með VSK.

Trúnaður
Fullum trúnaði er heitið vegna persónuupplýsinga. HISS ehf. mun ekki í neinum tilvikum veita þriðja aðila persónuupplýsingar viðskiptavina sinna, nema svo beri skylda gagnvart lögum.